Búum okkur undir erfiðan leik 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira