Á gjörgæslu eftir hnífsstungu 21. ágúst 2005 00:01 Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira