Breytir einhverju hvort greitt sé 22. ágúst 2005 00:01 Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun