Borgin leigir útilistaverk 25. ágúst 2005 00:01 Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira