Ashley Cole í sögubækurnar? 3. september 2005 00:01 Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira