Perrin hefur ekki áhyggjur

Franski knattspyrnustjórinn Alain Perrin hjá Portsmouth segist ekki hafa stórar áhyggjur af döpru gengi liðsins í upphafi leiktíðar og segist sjá batamerki á leik liðsins. Perrin hefur fengið stuðningsyfirlýsingu frá Milan Mandaric, stjórnarformanni félagsins, en háværar raddir á Englandi hafa haldið því fram að Perrin yrði rekinn. "Ég hef fengið þrjá sterka leikmenn inn í hópinn og ég hef séð batamerki á spilamennskunni hjá okkur undanfarið, þannig að ég er fullviss um að nú fari stigin að rúlla í hús," sagði sá franski.