Ferdinand sáttur við stutt frí

Rio Ferdinand segist vera sáttur við að hafa verið kallaður snemma úr sumarfríi sínu ásamt öðrum leikmönnum Manchester United, og segir þá hafa átt það skilið eftir lélega frammistöðu í fyrra. "Við vorum kallaðir óvenju snemma til æfinga á ný og vorum allir bölvandi yfir því fyrst, en við áttum það skilið í rauninni og nú þegar við höfum byrjað tímabilið svona vel, held ég að menn hafi ekkert á móti þessu;" sagði Ferdinand, en Manchester United leikur við granna sína í Manchester City á morgun og verður þar án Cristiano Ronaldo og jafnvel Roy Keane.