
Erlent
Landamærunum að Sýrlandi lokað
Nú undir kvöld sagði innanríkisráðherra Íraks að ákveðið hefði verið að loka landamærunum að Sýrlandi, við borgina Mósúl, frá og með morgundeginum. Meira en 140 uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak undanfarið en hún er sögð hafa verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafi smyglað sér yfir landamærin.