Græðgin aðalhvati allra framfara? 14. september 2005 00:01 Er græðgi góð? - Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Undanfarið hefur því verið haldið fram að græðgin sé aðalhvati framfara og að starfsemi sem ekki hafi eingöngu hagnað að markmiði virki illa. Þetta verði reglur samfélagsins að endurspegla svo hér geti orðið framfarir. Frjálshyggjan sé því lausnin og leggja verði mestan hluta af ríkinu niður. Jafnvel þótt stundum sé frjálshyggjan rökstudd með tilvitnunum í bíómyndir og sjaldnast með staðreyndum er ekki alveg víst að fólk átti sig á því að hún líkist frekar trúarbrögðum en vísindum. Reyndar leiðir frjálshyggjan sjaldnast til bættra lífskjara og lækkaði t.d. þjóðarframleiðsla í Rússlandi um 40% við öra einkavæðingu. Einn fremsti hagfræðingur Bretlands, John Kay, hefur einnig bent á að til séu lönd sem byggi að mestu á frjálshyggju. Þau hafa veikasta ríkisvaldið, eru í sunnanverðri Afríku og eru meðal fátækustu landa jarðarinnar. Fleiri dæmi eru um takmörk gróðafyrirtækja. T.d. er ríkisrekið raforkukerfi Frakklands hagkvæmara en einkarekið kerfi Bandaríkjanna, og háskólum í Bandaríkjunum sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir vegnar mun betur en þeim sem reknir eru sem gróðafyrirtæki. Enda hefur nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Herbert Simon, sýnt fram á að það séu engin rök fyrir því að gróðafyrirtæki séu almennt betur rekin. Ástæðan fyrir verulegum takmörkum frjálshyggjunnar eru að forsendurnar sem hún byggir á eru sjaldnast til staðar. T.d. þarf fullkomna samkeppni á öllum sviðum, fólk þarf ætíð að hugsa rökrétt (sem myndi þýða að allir markaðsfræðingar væru atvinnulausir), allir þurfa alltaf að hafa allar upplýsingar um alla vöru og þjónustu og það má ekki kosta neitt að skrifa samninga. Til þess að bæta lífskjör þarf hagstjórn aftur á móti að byggja á markaðshagkerfi og þekkingu á takmörkunum þess, sem eru fjölmargir. Þjóðin þarf einnig að líta á sig sem eina liðsheild, alveg eins og fyrirtæki. Til þess þarf sameignlega menningu, trú, tungumál og siði og sameiginlegan skilning á því hvað er rétt og rangt. Aðeins þannig getum við auðveldlega átt viðskipti hvort við annað sem er forsenda framfara. Þetta hafa þeir John Kay og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem rannsakað hafa þær þjóðir sem best vegnar, ítrekað bent á. Frjálshyggjan og fjölmenningarsamfélagið eru aftur á móti þeir þættir sem líklegastir eru til að koma í veg fyrir þá þjóðfélagsmynd sem sem stuðlar að bættum lífskjörum. Á meðan höfðar hagfræði lítið til forustumanna Sjálfstæðisflokksins og uppnefna þeir hagfræðinga hagtækna. Þar mótast stefnan allt of mikið af einföldum lausnum sem helst rúmast í slagorðum eins og "græðgi er góð". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Er græðgi góð? - Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Undanfarið hefur því verið haldið fram að græðgin sé aðalhvati framfara og að starfsemi sem ekki hafi eingöngu hagnað að markmiði virki illa. Þetta verði reglur samfélagsins að endurspegla svo hér geti orðið framfarir. Frjálshyggjan sé því lausnin og leggja verði mestan hluta af ríkinu niður. Jafnvel þótt stundum sé frjálshyggjan rökstudd með tilvitnunum í bíómyndir og sjaldnast með staðreyndum er ekki alveg víst að fólk átti sig á því að hún líkist frekar trúarbrögðum en vísindum. Reyndar leiðir frjálshyggjan sjaldnast til bættra lífskjara og lækkaði t.d. þjóðarframleiðsla í Rússlandi um 40% við öra einkavæðingu. Einn fremsti hagfræðingur Bretlands, John Kay, hefur einnig bent á að til séu lönd sem byggi að mestu á frjálshyggju. Þau hafa veikasta ríkisvaldið, eru í sunnanverðri Afríku og eru meðal fátækustu landa jarðarinnar. Fleiri dæmi eru um takmörk gróðafyrirtækja. T.d. er ríkisrekið raforkukerfi Frakklands hagkvæmara en einkarekið kerfi Bandaríkjanna, og háskólum í Bandaríkjunum sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir vegnar mun betur en þeim sem reknir eru sem gróðafyrirtæki. Enda hefur nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Herbert Simon, sýnt fram á að það séu engin rök fyrir því að gróðafyrirtæki séu almennt betur rekin. Ástæðan fyrir verulegum takmörkum frjálshyggjunnar eru að forsendurnar sem hún byggir á eru sjaldnast til staðar. T.d. þarf fullkomna samkeppni á öllum sviðum, fólk þarf ætíð að hugsa rökrétt (sem myndi þýða að allir markaðsfræðingar væru atvinnulausir), allir þurfa alltaf að hafa allar upplýsingar um alla vöru og þjónustu og það má ekki kosta neitt að skrifa samninga. Til þess að bæta lífskjör þarf hagstjórn aftur á móti að byggja á markaðshagkerfi og þekkingu á takmörkunum þess, sem eru fjölmargir. Þjóðin þarf einnig að líta á sig sem eina liðsheild, alveg eins og fyrirtæki. Til þess þarf sameignlega menningu, trú, tungumál og siði og sameiginlegan skilning á því hvað er rétt og rangt. Aðeins þannig getum við auðveldlega átt viðskipti hvort við annað sem er forsenda framfara. Þetta hafa þeir John Kay og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem rannsakað hafa þær þjóðir sem best vegnar, ítrekað bent á. Frjálshyggjan og fjölmenningarsamfélagið eru aftur á móti þeir þættir sem líklegastir eru til að koma í veg fyrir þá þjóðfélagsmynd sem sem stuðlar að bættum lífskjörum. Á meðan höfðar hagfræði lítið til forustumanna Sjálfstæðisflokksins og uppnefna þeir hagfræðinga hagtækna. Þar mótast stefnan allt of mikið af einföldum lausnum sem helst rúmast í slagorðum eins og "græðgi er góð".
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun