Tvenns konar tortryggni 14. september 2005 00:01 Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun