Eiður á erfitt uppdráttar 14. september 2005 00:01 Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn. Eiður Smári hefur þannig fengið fæst tækifæri af þeim tíu leikmönnum sem spila á miðju eða framlínu liðsins og Essien hefur sem dæmi aðeins misst úr eina mínútu síðan að hann kom inná fyrir Eið gegn Arsenal 21. ágúst síðastliðinn. Næstur fyrir ofan Eið Smára í mínútufjölda af sóknar- og miðjumönnum liðsins er Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem hefur einnig orðið undir í samkeppni. Crespo hefur misst sæti sitt til Didier Drogba en Fílabeinstrandarmaðurinn hefur þegar skorað fimm mörk á tímabilinu gegn aðeins einu frá Crespo. Eiður Smári á enn eftir að skora fyrir Chelsea á tímabilinu en hann hefur leikið alls níu leiki og í 443 mínútur í bæði undirbúningsleikjum sem og leikjum á tímabilinu. Þessi tölfræði er ekki að hjálpa Eiði í að minna á sig þótt að Jose Mourinho hafi fært hann aftar á völlinn og markaskorun er ekki alveg eins þáttur í hans leik og hún var þegar hann lék eingöngu sem framherji. Önnur tölfræði sem er ekki að hjálpa okkar manni er sú að það hefur heldur ekki gengið nægilega vel hjá Chelsea þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inná. Chelsea-liðið á enn eftir að skora í úrvalsdeildinni í vetur með Eið Smára inná en Eiður hefur leikið í alls 148 mínútur til þessa í deildinni. Chelsea hefur síðan skorað 10 mörk á þeim 302 mínútum sem Eiður Smári hefur setið á bekknum eða upp í stúku. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Sjá meira
Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn. Eiður Smári hefur þannig fengið fæst tækifæri af þeim tíu leikmönnum sem spila á miðju eða framlínu liðsins og Essien hefur sem dæmi aðeins misst úr eina mínútu síðan að hann kom inná fyrir Eið gegn Arsenal 21. ágúst síðastliðinn. Næstur fyrir ofan Eið Smára í mínútufjölda af sóknar- og miðjumönnum liðsins er Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem hefur einnig orðið undir í samkeppni. Crespo hefur misst sæti sitt til Didier Drogba en Fílabeinstrandarmaðurinn hefur þegar skorað fimm mörk á tímabilinu gegn aðeins einu frá Crespo. Eiður Smári á enn eftir að skora fyrir Chelsea á tímabilinu en hann hefur leikið alls níu leiki og í 443 mínútur í bæði undirbúningsleikjum sem og leikjum á tímabilinu. Þessi tölfræði er ekki að hjálpa Eiði í að minna á sig þótt að Jose Mourinho hafi fært hann aftar á völlinn og markaskorun er ekki alveg eins þáttur í hans leik og hún var þegar hann lék eingöngu sem framherji. Önnur tölfræði sem er ekki að hjálpa okkar manni er sú að það hefur heldur ekki gengið nægilega vel hjá Chelsea þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inná. Chelsea-liðið á enn eftir að skora í úrvalsdeildinni í vetur með Eið Smára inná en Eiður hefur leikið í alls 148 mínútur til þessa í deildinni. Chelsea hefur síðan skorað 10 mörk á þeim 302 mínútum sem Eiður Smári hefur setið á bekknum eða upp í stúku.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Sjá meira