Hvers virði eru þessi störf? Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 22. september 2005 00:01 Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -thorgunnur@frettabladid.is
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun