Að leika sér í umferðinni 22. september 2005 00:01 Umferðin - Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Eftirfarandi er saga sem hefur ítrekað átt sér stað. Það er undir lesandanum komið hvort þessi saga endurtekur sig. Sögupersónur geta verið á öllum aldri og sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð tilviljunum: Nú fyrir nokkrum dögum síðan fór rúmlega tvítugur maður út að leika sér. Hann var með nýja dýra leikfangið sem hann hafði dreymt lengi um. Kraftmikinn, sportlegan, gljáfægðan og glansandi nýjan bíl. Leið hans lá um þröngar og misgreiðar götur þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Hann lét bílinn fara upp í 60 km/klukkustund enda engin umferð í götunni. Honum fannst þetta reyndar mjög lítill hraði og beið þess spenntur að geta þeyst enn hraðar. Hann "fræsti" hraðahindranirnar eins og félagar hans kölluðu það þegar þeir óku yfir þær án þess að slá af. Hann var gagntekinn frelsistilfinningu. Fannst hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér, enda engan bíl að sjá. Hann gæti leyft sér nánast allt. Hann var líka ótrúlega góður ökumaður og taldi hann sig hafa mikla reynslu. Var búinn að keyra í rétt rúm þrjú ár. "Úps!" Hann snarhemlaði. Þarna munaði litlu. Það hljóp köttur fyrir bílinn en hann slapp - sem betur fer. Unga manninum var brugðið enda var hann mikill katta- og dýravinur. Mátti ekkert aumt sjá. Nú var hann kominn inn á götu þar sem honum fannst hann mega fara miklu hraðar. Þar var 50 km hámarkshraði og honum fannst sem honum væri alveg óhætt að fara miklu hraðar en það. Kötturinn hafði sloppið þannig að nú var allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn upp í 115 km hraða og allt var bara "cool". Aðeins neðar í götunni stóð lítið sex ára gamalt barn við gangstéttabrún. Það var á bakvið kyrrstæðan bíl. Barnið gerði nákvæmlega eins og það hafði lært í Umferðarskólanum og hjá foreldrum sínum. Það gáði til beggja hliða. Horfði í dágóða stund. Sá bílinn sem virtist langt í burtu. Það skynjaði ekki almennilega hraðann á bílnum vegna fjarlægðar hans en hann virtist langt í burtu. Öllu virtist óhætt og því steig barnið skrefið út á gangbrautina. Skyndilega heyrðist stutt, skerandi og hvellt hljóð. Barnið stöðvaði og sá hvar inn á götuna kom lögreglubíll með blá blikkandi ljós. Um leið sá það hvar bíll unga mannsins snarhemlaði og það skrýtna var að nú var hann aðeins örfáa metra frá barninu og kom æðandi að því. Skelfingu lostið stökk það aftur upp á gangstéttina. Það fann þytinn og heyrði ærandi hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig þegar bíllinn þaut hjá. Lögreglan vissi ekki að hún hafði bjargað lífi barnsins. Ungi maðurinn sem í huga sér blótaði lögreglunni vissi ekki að honum hafði verið forðað frá því að verða banamaður barnsins. Barnið vissi ekki að bíllinn fór svona hratt. Við vitum oft ekki hvað er framundan á vegi okkar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og búðu þannig í haginn að þú getir brugðist við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umferðin - Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Eftirfarandi er saga sem hefur ítrekað átt sér stað. Það er undir lesandanum komið hvort þessi saga endurtekur sig. Sögupersónur geta verið á öllum aldri og sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð tilviljunum: Nú fyrir nokkrum dögum síðan fór rúmlega tvítugur maður út að leika sér. Hann var með nýja dýra leikfangið sem hann hafði dreymt lengi um. Kraftmikinn, sportlegan, gljáfægðan og glansandi nýjan bíl. Leið hans lá um þröngar og misgreiðar götur þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Hann lét bílinn fara upp í 60 km/klukkustund enda engin umferð í götunni. Honum fannst þetta reyndar mjög lítill hraði og beið þess spenntur að geta þeyst enn hraðar. Hann "fræsti" hraðahindranirnar eins og félagar hans kölluðu það þegar þeir óku yfir þær án þess að slá af. Hann var gagntekinn frelsistilfinningu. Fannst hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér, enda engan bíl að sjá. Hann gæti leyft sér nánast allt. Hann var líka ótrúlega góður ökumaður og taldi hann sig hafa mikla reynslu. Var búinn að keyra í rétt rúm þrjú ár. "Úps!" Hann snarhemlaði. Þarna munaði litlu. Það hljóp köttur fyrir bílinn en hann slapp - sem betur fer. Unga manninum var brugðið enda var hann mikill katta- og dýravinur. Mátti ekkert aumt sjá. Nú var hann kominn inn á götu þar sem honum fannst hann mega fara miklu hraðar. Þar var 50 km hámarkshraði og honum fannst sem honum væri alveg óhætt að fara miklu hraðar en það. Kötturinn hafði sloppið þannig að nú var allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn upp í 115 km hraða og allt var bara "cool". Aðeins neðar í götunni stóð lítið sex ára gamalt barn við gangstéttabrún. Það var á bakvið kyrrstæðan bíl. Barnið gerði nákvæmlega eins og það hafði lært í Umferðarskólanum og hjá foreldrum sínum. Það gáði til beggja hliða. Horfði í dágóða stund. Sá bílinn sem virtist langt í burtu. Það skynjaði ekki almennilega hraðann á bílnum vegna fjarlægðar hans en hann virtist langt í burtu. Öllu virtist óhætt og því steig barnið skrefið út á gangbrautina. Skyndilega heyrðist stutt, skerandi og hvellt hljóð. Barnið stöðvaði og sá hvar inn á götuna kom lögreglubíll með blá blikkandi ljós. Um leið sá það hvar bíll unga mannsins snarhemlaði og það skrýtna var að nú var hann aðeins örfáa metra frá barninu og kom æðandi að því. Skelfingu lostið stökk það aftur upp á gangstéttina. Það fann þytinn og heyrði ærandi hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig þegar bíllinn þaut hjá. Lögreglan vissi ekki að hún hafði bjargað lífi barnsins. Ungi maðurinn sem í huga sér blótaði lögreglunni vissi ekki að honum hafði verið forðað frá því að verða banamaður barnsins. Barnið vissi ekki að bíllinn fór svona hratt. Við vitum oft ekki hvað er framundan á vegi okkar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og búðu þannig í haginn að þú getir brugðist við því.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun