Borgin fer fram á 151 milljón 22. september 2005 00:01 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira