Sport

Heimsúrvalið með forystu

Heimsúrvalið í golfi hefur forystu að loknum fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í gær á Robert Trent Jones vellinum í Virginíu. Heimsúrvalið hefur þrjá og hálfan vinning á móti tveimur og hálfum vinningi Bandaríkjamanna. Leikinn var fjórmenningur en mesta athygli í gær vakti viðureign Tiger Woods og Fred Copuples á móti Retif Goosen frá Suður-Afríku og Adam Scott frá Ástralíu sem höfðu sigur, 4-3. Í dag verður leikinn fjórleikur en Tiger mun leika með Jim Furyk á móti Stuart Appleby og Mark Hensby frá Ástralíu. Bein útsending frá Forsetabikarnum hefst á Sýn í dag klukkan fjögur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×