Sakargiftir fyrndar vegna tafa 24. september 2005 00:01 Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár án þess að niðurstaða hafi fengist í það. Jón H.B. Snorrason saksóknari aftekur að Baugsmálið hafi tafið rannsóknina. Fjórir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands lögðu fram kæru á hendur fyrrum framkvæmdastjóra, endurskoðanda og stjórn sjóðsins til ríkissaksóknara í ársbyrjun 2003. Ákæra sjóðsfélaganna fjögurra snerist um hvort þáverandi forsvarsmenn sjóðsins hefðu brotið lög með fjárfestingum sínum á árunum 1992 til 2000. Ákæran fór svo frá ríkissaksóknara inn á borð efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra til rannsóknar þar sem það hefur legið þar til í sumar að farið var að kalla stjórnarmenn til skýrslutöku. Þá tók málið óvænta stefnu. Hrafnkell A. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður lífeyrissjóðsins, segir að honum hafi verið tilkynnt að þær sakir sem stjórnarmenn kynnu að hafa verið í við sjóðinn væru fyrndar. Svo hafi ekki verið í byrjun ársins. Hrafnkell segir þessi tíðindi hafa komið sér mjög í opna skjöldu enda kveðst hann hafa litið svo á að hvort tveggja hagsmunir sjóðsfélaga og fyrrum stjórnarmanna væru þeir að málið yrði til lykta leitt með rannsókn. Hann segist telja það nánast óþolandi að ljúka þessu máli á þennan veg. Jón H.B. Snorrason vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Hann sagði hins vegar í samtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við þann tíma sem það tók að rannsaka mál lífeyrissjóðsins. Hann vísaði því sömuleiðis á bug að rannsókn Baugsákæranna hefði haft nokkur áhrif á gang mála í lífeyrissjóðsrannsókninnni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár án þess að niðurstaða hafi fengist í það. Jón H.B. Snorrason saksóknari aftekur að Baugsmálið hafi tafið rannsóknina. Fjórir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands lögðu fram kæru á hendur fyrrum framkvæmdastjóra, endurskoðanda og stjórn sjóðsins til ríkissaksóknara í ársbyrjun 2003. Ákæra sjóðsfélaganna fjögurra snerist um hvort þáverandi forsvarsmenn sjóðsins hefðu brotið lög með fjárfestingum sínum á árunum 1992 til 2000. Ákæran fór svo frá ríkissaksóknara inn á borð efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra til rannsóknar þar sem það hefur legið þar til í sumar að farið var að kalla stjórnarmenn til skýrslutöku. Þá tók málið óvænta stefnu. Hrafnkell A. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður lífeyrissjóðsins, segir að honum hafi verið tilkynnt að þær sakir sem stjórnarmenn kynnu að hafa verið í við sjóðinn væru fyrndar. Svo hafi ekki verið í byrjun ársins. Hrafnkell segir þessi tíðindi hafa komið sér mjög í opna skjöldu enda kveðst hann hafa litið svo á að hvort tveggja hagsmunir sjóðsfélaga og fyrrum stjórnarmanna væru þeir að málið yrði til lykta leitt með rannsókn. Hann segist telja það nánast óþolandi að ljúka þessu máli á þennan veg. Jón H.B. Snorrason vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Hann sagði hins vegar í samtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við þann tíma sem það tók að rannsaka mál lífeyrissjóðsins. Hann vísaði því sömuleiðis á bug að rannsókn Baugsákæranna hefði haft nokkur áhrif á gang mála í lífeyrissjóðsrannsókninnni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira