Stjarnan burstaði KA/Þór
Stjarnan úr Garðabæ burstaði lið KA/Þórs 34-17 í opnunarleik DHL deildar kvenna í handbolta nú rétt áðan, eftir að hafa verið yfir 15-6 í hálfleik. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með sjö mörk, Elizabet Kowal skoraði sex mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir. Hjá norðanstúlkum var Þórsteina Sigbjörnsdóttrir markahæst með fjögur mörk.