Ungu stelpurnar standa sig vel 28. september 2005 00:01 Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira