Dýrt að halda uppi réttarríki 11. október 2005 00:01 Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón. Baugsmálið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón.
Baugsmálið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira