Innlent

Bolli vill fimmta sætið

Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Bolli er 24 ára verkfræðinemi við Háskóla Íslands og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og jafnréttisnefnd. Bolli segir markmið sitt að virkja ungt fólk til þátttöku í borgarmálum og hagsmunamál ungs fólks. Í yfirlýsingu um framboð Bolla segir að hann vilji auka lóðaframboð og leggja áhersla á byggingu ódýrra íbúða og íbúða fyrir námsmenn í borginni, meðal annars í Vatnsmýrinni, en Bolli telur að finna þurfi flugvellinum nýjan framtíðarstað á stór-Reykjavíkursvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×