Eykur eftirlit vegna rjúpnaveiða 14. október 2005 00:01 Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. Ríkislögreglustjóri hefur hvatt alla lögreglustjóra á landinu til að efla eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi og hann hefur m.a. styrkt lið sitt á Suðvesturlandi og Norðurlandi á meðan á veiðitímabilið stendur, eða til 15. nóvember. Þá mun Ríkislögreglustjóri njóta aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga yfir veiðilendur á annarri þyrlu sinni og fylgjast með að lög séu virt. Svipað verður uppi á teningnum á Miðvesturlandi en þar verður lögregla með eftirlit í Dalasýslu og Borgarfirði og hafa sýslumannsembættin í Borgarnesi og í Búðardal með sér samstarf af þeim sökum, en auk bíla verður flugvél notuð til eftirlits. Lögregla á þessum slóðum vekur athygli veiðimanna á því að þriðju leitir fara fram í Suðurdölum í Dalabyggð á morgun og sömuleiðis verða leitir hjá Mýramönnum og Borgfirðingum á sama tíma. Leitað verður á vinsælu rjúpnaveiðisvæði og eru veiðimenn beðnir um að sýna tillitssemi og varúð á þessu landsvæði. Þá greindi Bæjarins besta frá því að öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Sama gildir um nokkrar jarðir í Mývatnssveit. Lögregla brýnir einnig fyrir veiðimönnum að leita leyfis hjá bændum til veiða á landi þeirra og vekur hún sérstaklega athygli á því að fjalllendi er stundum háð eignarrétti líka þannig að þar þarf einnig að fá leyfi til veiða. Einnig er minnt á að utanvegaakstur er bannaður og sama gildir um veiðar á hvers kyns tækjum, eins og vélsleðum og fjórhjólum. Sú skylda hvílir á veiðimönnum að kynna sér hvar veiði er leyfð á hverjum stað og þá ber þeim einnig að fylgjast með því hvort breytingar eru gerðar á reglugerðum og lögum um veiðar á meðan á veiðitímabilinu stendur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. Ríkislögreglustjóri hefur hvatt alla lögreglustjóra á landinu til að efla eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi og hann hefur m.a. styrkt lið sitt á Suðvesturlandi og Norðurlandi á meðan á veiðitímabilið stendur, eða til 15. nóvember. Þá mun Ríkislögreglustjóri njóta aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga yfir veiðilendur á annarri þyrlu sinni og fylgjast með að lög séu virt. Svipað verður uppi á teningnum á Miðvesturlandi en þar verður lögregla með eftirlit í Dalasýslu og Borgarfirði og hafa sýslumannsembættin í Borgarnesi og í Búðardal með sér samstarf af þeim sökum, en auk bíla verður flugvél notuð til eftirlits. Lögregla á þessum slóðum vekur athygli veiðimanna á því að þriðju leitir fara fram í Suðurdölum í Dalabyggð á morgun og sömuleiðis verða leitir hjá Mýramönnum og Borgfirðingum á sama tíma. Leitað verður á vinsælu rjúpnaveiðisvæði og eru veiðimenn beðnir um að sýna tillitssemi og varúð á þessu landsvæði. Þá greindi Bæjarins besta frá því að öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Sama gildir um nokkrar jarðir í Mývatnssveit. Lögregla brýnir einnig fyrir veiðimönnum að leita leyfis hjá bændum til veiða á landi þeirra og vekur hún sérstaklega athygli á því að fjalllendi er stundum háð eignarrétti líka þannig að þar þarf einnig að fá leyfi til veiða. Einnig er minnt á að utanvegaakstur er bannaður og sama gildir um veiðar á hvers kyns tækjum, eins og vélsleðum og fjórhjólum. Sú skylda hvílir á veiðimönnum að kynna sér hvar veiði er leyfð á hverjum stað og þá ber þeim einnig að fylgjast með því hvort breytingar eru gerðar á reglugerðum og lögum um veiðar á meðan á veiðitímabilinu stendur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira