Mourinho hrósað fyrir Eið Smára 16. október 2005 00:01 Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Sjá meira