Flestir fara að lögum og reglum 16. október 2005 00:01 Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Lögreglumönnum um allt land sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur rætt við í morgun ber flestum saman um að veiðarnar hafi farið vel af stað og veiðimenn almennt virt þau boð og bönn sem gilda um veiðarnar. Þó handtók lögreglan í Vík í Mýrdal fjóra menn í gær eftir að landeigandi hafði tilkynnt um að þeir væru við veiðar á landi hans án heimildar. Við skýrslutöku og yfirheyrslur kom í ljós að tveir mannanna voru ekki með veiðikort og var annar þeirra með útrunnið skotvopnaskírteini. Lögregla lagði hald á rjúpnafeng þeirra ásamt skotvopnum en málið verður sent sýslumanni sem ákveður hvort kært verður í því. Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Þá var björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út til að aðstoða rjúpnaveiðimann sem hafði fest bíl sinn en greiðlega gekk að losa hann. Skilyrði til veiða á þessum slóðum eru ekki eins góð í dag og í gær, en nokkur úrkoma og þoka er á svæðinu. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru margir á veiðum og kannaði lögregla pappíra hjá um 75 manns á Holtavörðuheiði, í Hítardal, Kaldadal og á Uxahryggjum. Þá segir lögreglan í Búðardal að töluverður fjöldi manna hafi verið þar á veiðum í gær og höfðu menn veitt á bilinu 8 til 30 rjúpur. Lögregla beinir þeim tilmælum til veiðimanna í Bröttubrekku að kanna vel hvaða land er í einkaeign og hvað í almannaeigu áður en þeir halda á veiðar. Í Dölunum viðrar annars vel til veiða. Annars staðar á landinu virðist minna um veiðimenn og spila veður og færð þar inn í, þar á meðal í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þar sem rignt hefur töluvert og veiðilendur eru erfiðar yfirferðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Lögreglumönnum um allt land sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur rætt við í morgun ber flestum saman um að veiðarnar hafi farið vel af stað og veiðimenn almennt virt þau boð og bönn sem gilda um veiðarnar. Þó handtók lögreglan í Vík í Mýrdal fjóra menn í gær eftir að landeigandi hafði tilkynnt um að þeir væru við veiðar á landi hans án heimildar. Við skýrslutöku og yfirheyrslur kom í ljós að tveir mannanna voru ekki með veiðikort og var annar þeirra með útrunnið skotvopnaskírteini. Lögregla lagði hald á rjúpnafeng þeirra ásamt skotvopnum en málið verður sent sýslumanni sem ákveður hvort kært verður í því. Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Þá var björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út til að aðstoða rjúpnaveiðimann sem hafði fest bíl sinn en greiðlega gekk að losa hann. Skilyrði til veiða á þessum slóðum eru ekki eins góð í dag og í gær, en nokkur úrkoma og þoka er á svæðinu. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru margir á veiðum og kannaði lögregla pappíra hjá um 75 manns á Holtavörðuheiði, í Hítardal, Kaldadal og á Uxahryggjum. Þá segir lögreglan í Búðardal að töluverður fjöldi manna hafi verið þar á veiðum í gær og höfðu menn veitt á bilinu 8 til 30 rjúpur. Lögregla beinir þeim tilmælum til veiðimanna í Bröttubrekku að kanna vel hvaða land er í einkaeign og hvað í almannaeigu áður en þeir halda á veiðar. Í Dölunum viðrar annars vel til veiða. Annars staðar á landinu virðist minna um veiðimenn og spila veður og færð þar inn í, þar á meðal í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þar sem rignt hefur töluvert og veiðilendur eru erfiðar yfirferðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira