Stjórnarskráin líklega samþykkt 16. október 2005 00:01 Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Kosningarnar gengu ótrúlega friðsamlega fyrir sig að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna þó að einhverjar árásir hafi verið gerðar. Til að mynda voru fimm bandarískir hermenn drepnir í sprengjuárás á bifreið þeirra í Ramadi í vesturhluta landsins. Í morgun voru svo uppreisnar- og hryðjuverkamenn komnir á kreik á ný. Tvær sprengjur sprungu við græna svæðið í Bagdad, þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt, en engan sakaði. Kosningaþátttaka var góð, nærri sextíu og fimm prósent, og allt bendir til þess að stjórnarskráin hafi verið samþykkt, þrátt fyrir andstöðu súnníta. Endanlegar niðurstöður liggja þó fyrst fyrir á morgun eða þriðjudag. En þar með er björninn þó ekki unninn. Laith Kubba, talsmaður ríkisstjórnar Íraks, sagði í dag að stjórnarinnar biði erfitt úrlausnarefni, hvort sem stjórnarskráin yrði samþykkt eður ei. „Við vitum að það ríkir mikill klofningur í landinu og ef hluti af hinni íröksku fjölskyldu er óánægður er erfitt að búa undir sama þaki,“ sagði Kubba. Þingkosningar verða í desember og eru stjórnmálaskýrendur ekki sammála um áhrif þeirra. Sumir telja kosningarnar geta leitt til frekari klofnings og deilna, en aðrir benda á að aukin kosningaþátttaka súnníta og breyttar kosningareglur sem eru þeim í hag ættu að leiða til þess að allir hópar ættu sér sterka fulltrúa á þingi þar sem hægt væri að útkljá deilumál með lýðræðislegum hætti. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Kosningarnar gengu ótrúlega friðsamlega fyrir sig að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna þó að einhverjar árásir hafi verið gerðar. Til að mynda voru fimm bandarískir hermenn drepnir í sprengjuárás á bifreið þeirra í Ramadi í vesturhluta landsins. Í morgun voru svo uppreisnar- og hryðjuverkamenn komnir á kreik á ný. Tvær sprengjur sprungu við græna svæðið í Bagdad, þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt, en engan sakaði. Kosningaþátttaka var góð, nærri sextíu og fimm prósent, og allt bendir til þess að stjórnarskráin hafi verið samþykkt, þrátt fyrir andstöðu súnníta. Endanlegar niðurstöður liggja þó fyrst fyrir á morgun eða þriðjudag. En þar með er björninn þó ekki unninn. Laith Kubba, talsmaður ríkisstjórnar Íraks, sagði í dag að stjórnarinnar biði erfitt úrlausnarefni, hvort sem stjórnarskráin yrði samþykkt eður ei. „Við vitum að það ríkir mikill klofningur í landinu og ef hluti af hinni íröksku fjölskyldu er óánægður er erfitt að búa undir sama þaki,“ sagði Kubba. Þingkosningar verða í desember og eru stjórnmálaskýrendur ekki sammála um áhrif þeirra. Sumir telja kosningarnar geta leitt til frekari klofnings og deilna, en aðrir benda á að aukin kosningaþátttaka súnníta og breyttar kosningareglur sem eru þeim í hag ættu að leiða til þess að allir hópar ættu sér sterka fulltrúa á þingi þar sem hægt væri að útkljá deilumál með lýðræðislegum hætti.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira