Vörubíll út í móa og á hlið
Bílstjóri vörubíls var hætt kominn í gærmorgun við Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi missti hann meðvitund með þeim afleiðingum að vörubíllinn fór út af veginum og valt á hliðina um það bil þrjátíu metrum utan vegar. Ökumanninn sakaði ekki. Grafa sem var á vinnusvæði skammt hjá var notuð til að toga bílinn á rétta hlið aftur.