Kýldi í vegg og handarbrotnaði

Glen Johnson hjá Chelsea kýldi í vegg á heimili sínu og handarbrotnaði, samkvæmt fréttum í breskum blöðum í dag. Johnson hefur ekki verið í náðinni hjá Jose Mourinho knattspyrnustjóra liðsins og hefur átt í vandræðum með aga, bæði hjá Chelsea og enska landsliðinu.