Middlesboro niðurlægði Manchester United með 4-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu nú í kvöld þar sem Gaizka Mendieta skoraði tvívegis fyrir heimamenn.
Aiyegbeni Yakubu og Jimmy Floyd Hasselbaink gerðu sitt markið hvor fyrir Boro sem komst í 4-0 en staðan í hálfleik var 3-0. Christiano Ronaldo náði að klóra í bakkann og skoraði eina mark Man Utd á 90. mínútu.
Man Utd mistókst þar með að blanda sér í toppbaráttuna og endurheimta 3. sætið í deildinni og sitja nú eftir í 6. sæti með 18 stig. Middlesboro lyfti sér upp í 10. sæti með sigrinum og er nú með 15 stig, þremur stigum á eftir Man Utd.