Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið í morgun af tíu milljóna króna bótakröfu manns sem var ákærður fyrir tryggingabótasvindl fyrir þrettán árum.
Maðurinn taldi að sér hefði verið haldið í gæsluvarðhaldi að óþörfu og að hann hefði orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Dómurinn hafnaði hvoru tveggja.