David James, markvörður Manchester City segir að trú hans á sjálfan sig hafi gert honum kleift að vinna sér aftur inn sæti í enska landsliðinu, en James missti sæti sitt í liðinu eftir skelfilega frammistöðu gegn Dönum á Parken í ágúst.
"Ég var auðvitað mjög mjög vonsvikinn að missa sæti mitt í liðinu, en ég hef fulla trú á að ég sé einn af þremur bestu markvörðum á Englandi. Þetta er samt allt undir Sven-Göran Eriksson komið og ég verð alltaf tilbúinn," sagði James.