Lífið

Ölvaðir elgir valda usla í Svíþjóð

Umsátursástand skapaðist á elliheimili í Suður-Svíþjóð á dögunum þar sem tveir ölvaðir elgir, kvíga og kálfur hennar, héldu heimilismönnum í gíslingu. Elgirnir komust í gerjuð epli fyrir utan heimilið og líkaði þau svo vel að þeir neituðu að fara þegar lögregla reyndi að reka þá burt. Það var ekki fyrr en lögregla kallaði til veiðimann og hund hans að elgirnir létu segjast enda varla þess virði að fórna lífinu fyrir nokkur ölvandi epli. Restin af eplunum var svo fjarlægð hið snarasta til þess að hinir ölvuðu óeirðaseggir sneru ekki aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×