Stigagangur í fjölbýlishúsi við Fannafell í Reykjavík fylltist af reyk í nótt og höfðu margir íbúar í húsinu samband við slökkivliðið, sem sendi allt tiltækt lið af stað. Þegar til kom voru upptök reyksins í potti, sem gleymst hafði á logandi eldavél, en húsráðandi var ekki heima. Engin eldur hafði kviknað og reykræsti slökkviliðið íbúðina og stigaganginn.
Innlent