Skilar mun fleiri sératkvæðum en aðrir dómarar 15. nóvember 2005 19:15 Á því ári sem Jón Steinar Gunnlaugsson hefur starfað sem hæstaréttardómari hefur hann skilað mun fleiri sératkvæðum en aðrir hæstaréttardómarar. Í dag er eitt ár frá því Jón Steinar Gunnlaugsson tók sæti í Hæstarétti. Skipun Jón Steinars í embætti hæstaréttardómara var umdeild þótt flestir teldur hann hæfan. Fyrir nokkrum árum skrifaði Jón Steinar bók þar sem hann deildi á íslenska dómara. Fannst honum meðal annars búið að slaka á sönnunarkröfu um sekt í sumum málaflokkum. En hvernig skyldi Jón Steinar hafa fallið inn í hópinn sem hann gagnrýndi? Á því ári sem Jón Steinar hefur gegnt embætti hæstaréttardómara hefur hann skilað fjórtán sératkvæðum á meðan þeir sem næst honum koma hafa skilað fjórum sératkvæðum en það eru þeir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen. Þau Hrafn Bragason og Guðrún Erlendsdóttir sem lengst hafa starfað við Hæstarétt hafa skilað tveimur og einu sératkvæði. Á sama tíma hefur forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, ekki skilað sératkvæði. Ingibjörg Benediktsdóttir hefur skilað þremur sératkvæðum, Árni Kolbeinsson einu og Ólafur Börkur Þorvaldsson tveimur. Það að Jón Steinar hafi skilað flestum sératkvæðum kemur fæstum á óvart. Rökstuðningur Jón Steinars fyrir sératkvæðunum þykir mörgum vera sterkur. Sumir segja Jón Steinar hafa gefið Hæstarétti aukið líf og jafnvel að hann hafi hrist upp í meðdómendum sínum. Aðrir eru ósáttir við að sératkvæði séu mikið notuð og segja það veikja dóminn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Á því ári sem Jón Steinar Gunnlaugsson hefur starfað sem hæstaréttardómari hefur hann skilað mun fleiri sératkvæðum en aðrir hæstaréttardómarar. Í dag er eitt ár frá því Jón Steinar Gunnlaugsson tók sæti í Hæstarétti. Skipun Jón Steinars í embætti hæstaréttardómara var umdeild þótt flestir teldur hann hæfan. Fyrir nokkrum árum skrifaði Jón Steinar bók þar sem hann deildi á íslenska dómara. Fannst honum meðal annars búið að slaka á sönnunarkröfu um sekt í sumum málaflokkum. En hvernig skyldi Jón Steinar hafa fallið inn í hópinn sem hann gagnrýndi? Á því ári sem Jón Steinar hefur gegnt embætti hæstaréttardómara hefur hann skilað fjórtán sératkvæðum á meðan þeir sem næst honum koma hafa skilað fjórum sératkvæðum en það eru þeir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen. Þau Hrafn Bragason og Guðrún Erlendsdóttir sem lengst hafa starfað við Hæstarétt hafa skilað tveimur og einu sératkvæði. Á sama tíma hefur forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, ekki skilað sératkvæði. Ingibjörg Benediktsdóttir hefur skilað þremur sératkvæðum, Árni Kolbeinsson einu og Ólafur Börkur Þorvaldsson tveimur. Það að Jón Steinar hafi skilað flestum sératkvæðum kemur fæstum á óvart. Rökstuðningur Jón Steinars fyrir sératkvæðunum þykir mörgum vera sterkur. Sumir segja Jón Steinar hafa gefið Hæstarétti aukið líf og jafnvel að hann hafi hrist upp í meðdómendum sínum. Aðrir eru ósáttir við að sératkvæði séu mikið notuð og segja það veikja dóminn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira