Mandaric vill einn sigur í næstu fjórum leikjum 18. nóvember 2005 15:00 Í heitasta stólnum. Alain Perrin á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum með Portsmouth NordicPhotos/GettyImages Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að liðið verði að vinna einn af næstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta væru undir venjulegum kringumstæðum ekki harðar kröfur, en þegar málið er skoðað nánar er ljóst að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins situr í heitasta stólnum í deildinni. Portsmouth hefur aðeins unnið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þar af hefur liðið enn ekki náð að vinna á heimavelli sínum. Þessir fjórir leikir sem Mandaric talar um, eru heldur ekki neinir smáleikir, því þeir eru útileikur við Liverpool, heimaleikur við Chelsea og svo útileikir við Manchester United og Tottenham, eða um það bil eins erfiðir leikir og völ er á. Það er því ljóst að við fáum að sjá úr hverju Alain Perrin og Portsmouth liðið er gert á næstu vikum, en útlitið er sannarlega ekki glæsilegt hjá knattspyrnustjóranum. Þess má svo til gamans geta að stjórn Portsmouth var sú fyrsta á Englandi til að gefa út yfirlýsingu í dag, þess efnis að liðið hefði áhuga á að fá Roy Keane í sínar raðir eftir að hann tilkynnti mjög óvænt í dag að hann væri hættur að leika með liði Manchester United. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að liðið verði að vinna einn af næstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta væru undir venjulegum kringumstæðum ekki harðar kröfur, en þegar málið er skoðað nánar er ljóst að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins situr í heitasta stólnum í deildinni. Portsmouth hefur aðeins unnið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þar af hefur liðið enn ekki náð að vinna á heimavelli sínum. Þessir fjórir leikir sem Mandaric talar um, eru heldur ekki neinir smáleikir, því þeir eru útileikur við Liverpool, heimaleikur við Chelsea og svo útileikir við Manchester United og Tottenham, eða um það bil eins erfiðir leikir og völ er á. Það er því ljóst að við fáum að sjá úr hverju Alain Perrin og Portsmouth liðið er gert á næstu vikum, en útlitið er sannarlega ekki glæsilegt hjá knattspyrnustjóranum. Þess má svo til gamans geta að stjórn Portsmouth var sú fyrsta á Englandi til að gefa út yfirlýsingu í dag, þess efnis að liðið hefði áhuga á að fá Roy Keane í sínar raðir eftir að hann tilkynnti mjög óvænt í dag að hann væri hættur að leika með liði Manchester United.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira