Stórleikarinn Roger Moore kemur til Íslands þann 1. desember á vegum UNICEF. Hann er velgjörðarsendiherra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Moore ætlar að vera viðstaddur undirskrift styrktarsamninga UNICEF á Íslandi við stórfyrirtæki, en þetta verður nánar tilkynnt 1. desember. Roger Moore hefur einnig starfað fyrir Kiwanis hreyfinguna og hefur einbeitt sér að baráttunni gegn joðskorti. Undanfarið hefur hann að auki stutt átak gegn útbreiðslu alnæmis.
Roger Moore til landsins á vegum UNICEF

Mest lesið









Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit
Lífið samstarf

Nýju Harry, Ron og Hermione fundin
Bíó og sjónvarp