Fangar í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Fangelsinu á Akureyri eru nú teknir til við hjálparstarf í þágu munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og á Filippseyjum.
Fangarnir pakka nú inn jólakortum sem verða seld um land allt fyrir jól og er það tilraunaverkefni Fangelsismálastofnunar og ABC Barnahjálpar.