Níu milljónir bak við lás og slá 24. nóvember 2005 11:45 123 eru í íslenskum fangelsum, 118 karlar og fimm konur. Þrettán fangar eru erlendir ríkisborgarar. MYND/Vísir Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum. Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum.
Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira