Verðskuldaður sigur Manchester United 27. nóvember 2005 19:00 Wayne Rooney fór á kostum í liði Manchester United í dag og það var við hæfi að honum væri líkt við George heitinn Best á þessum degi. NordicPhotos/GettyImages Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira
Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira