Doncaster rúllaði yfir Aston Villa

2. deildarlið Doncaster fór á kostum í enska deildarbikarnum í kvöld, þegar liðið rúllaði yfir úrvalsdeildarlið Aston Villa 3-0 á heimavelli sínum í kvöld. Það var engu líkara en að Doncaster væri úrvalsdeildarliðið í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn. Arsenal fór létt með Reading 3-0, en Reading hafði ekki tapað í 23. leikjum í röð.