Gunnlaugur verður forseti Hæstaréttar

Gunnlaugur Claessen verður forseti Hæstaréttar á næsti ári og árið 2007 og Hrafn Bragason verður varaforseti réttarins. Þetta var niðurstaðan af fundi dómara við Hæstarétt í dag þar sem þeir kusu dómstólnum forseta og varaforseta.