Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri 13. desember 2005 18:09 Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu svohljóðandi: „Aðfaranótt laugardagsins 10. september sl. steytti skemmtibáturinn Harpa á skeri og sökk á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórust karl og kona. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað tildrög slyssins. Við rannsóknina hefur eftirfarandi m.a. komið fram: Í bátnum var GPS staðsetningarbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Þessi ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkuhöfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem ma. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55 Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laugarnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS tækið hætti að skrá kl. 02.06. Símasamband var við bátinn um GSM síma frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins var skipstjóri í umræddri ferð. Að lokinni rannsókn á atvikum og öllum þáttum málsins er það niðurstaða lögreglu að hann hafi einn verið við stjórn bátsins. Staðfest er að hann var undir áhrifum áfengis. Rannsókn málsins er lokið." Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu svohljóðandi: „Aðfaranótt laugardagsins 10. september sl. steytti skemmtibáturinn Harpa á skeri og sökk á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórust karl og kona. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað tildrög slyssins. Við rannsóknina hefur eftirfarandi m.a. komið fram: Í bátnum var GPS staðsetningarbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Þessi ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkuhöfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem ma. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55 Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laugarnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS tækið hætti að skrá kl. 02.06. Símasamband var við bátinn um GSM síma frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins var skipstjóri í umræddri ferð. Að lokinni rannsókn á atvikum og öllum þáttum málsins er það niðurstaða lögreglu að hann hafi einn verið við stjórn bátsins. Staðfest er að hann var undir áhrifum áfengis. Rannsókn málsins er lokið."
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira