Ferdinand afgreiddi Liverpool 23. janúar 2006 00:01 Sigurmarkið: Rio Ferdinand sést hér stanga boltann glæsilega inn í mark Liverpool á síðustu mínútu leiksins í gær. Jose Reina var með fingurna í boltanum en skallinn var einfaldlega of fastur. Fréttablaðið/Getty Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira