Dorrit Moussaieff forsetafrú mun gangast undirlæknisrannsókn í dag.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá fékk Dorrit aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á miðvikudag.
Aðspurður um líðan Dorritar segir Örnólfur Thorsson, forsetaritari, að hún hafi farið í rannsókn á sjúkrahúsi í gærmorgun. Þar dvaldi hún í nokkrar klukkustundir og hélt síðan aftur heim á Bessastaði. Henni leið ágætlega og ætlaði að reyna að hvílast.
Dorrit fer aftur á sjúkrahús í dag svo mögulegt sé að ljúka þeim rannsóknum sem læknar vilja að hún gangist undir.
