Gunnar lenti í kröppum dansi 12. apríl 2006 00:01 Mattias Jonsson sést hér tækla Gunnar illa í leiknum á mánudagskvöldið. Jonsson fékk rautt spjald fyrir vikið. fréttablaðið/scanpix Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Sjá meira