Mexíkóskir hermenn fundu á þriðjudag nærri sjö tonn af marijúana í tankbíl við landamæri Bandaríkjanna. Bíllinn var stöðvaður við venjubundið eftirlit á þjóðvegi.
Yfirvöld segja að mexíkóskir eiturlyfjahringir reyni í auknum mæli að smygla marijúana til Bandaríkjanna, en eftirspurn eftir kókaíni í Bandaríkjunum hefur minnkað vegna aukinnar innlendrar framleiðslu á amfetamíni.