Samkeppniseftirlitið ógilti samruna lyfjafyrirtækja 12. júlí 2006 07:45 Lyf & heilsa Framkvæmdastjóri Lyf & heilsu segir að úrskurðurinn sé í skoðun og honum verði hugsanlega áfrýjað. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu á þeim grundvelli að hann hindri virka samkeppni. Samruninn leiði til yfirburðastöðu á markaði fyrir skömmtun lyfja handa stofnunum og að sú sameiginlega markaðsráðandi staða sem Lyf & heilsa deilir með Lyfju á markaði fyrir smásölu lyfja styrkist. Fyrirtækið DAC keypti lyfsölufyrirtækið Lyfjaver í mars en þessi fyrirtæki annast innflutning lyfja, heildsölu og lyfjaskömmtun fyrir einstaka sjúklinga og sjúklinga á stofnunum. Auk þess rekur Lyfjaver apótek sem eru í samkeppni við apótek í eigu Lyf & heilsu, sem er í sömu fyrirtækjasamstæðu og DAC. Samruni Lyfjavers og DAC felur því einnig í sér samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu samkvæmt skilningi samkeppnislaga. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir skömmtun lyfja handa sjúklingum. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf & heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega fjóra fimmtu hluta allrar lyfjasmásölu í landinu eða áttatíu prósent. Sú markaðsráðandi staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum, án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, er ekki sáttur við þessi ummæli Samkeppniseftirlitsins og segir enga samhæfingu í gangi milli Lyfju og Lyf & heilsu. „Þó að það séu ekki eins margir aðilar á markaðnum er vissulega samkeppni í gangi. Lyfjamarkaðurinn er ekkert öðruvísi en aðrir markaðir á landinu þar sem oft eru tveir til þrír stórir aðilar ráðandi.“ Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu, sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem það væri verið að fara yfir málið og ákveða hvort og hver næstu skref fyrirtækisins yrðu. Aðspurður um orð Samkeppniseftirlitsins varðandi hugsanlega samhæfingu hegðunar lyfjakeðjanna sagðist hann ósáttur við svona yfirlýsingar sem ættu ekki við rök að styðjast. Samkeppniseftirlitið metur einnig að samruni DAC og Lyfjavers hefði leitt til yfirburðastöðu DAC á markaði fyrir lyfjaskömmtun og hindrað samkeppni á honum. Aðeins eitt fyrirtæki er á þessum markaði auk DAC og Lyfjavers, en það er Lyfjalausnir, sem er í eigu Lyfju. Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu á þeim grundvelli að hann hindri virka samkeppni. Samruninn leiði til yfirburðastöðu á markaði fyrir skömmtun lyfja handa stofnunum og að sú sameiginlega markaðsráðandi staða sem Lyf & heilsa deilir með Lyfju á markaði fyrir smásölu lyfja styrkist. Fyrirtækið DAC keypti lyfsölufyrirtækið Lyfjaver í mars en þessi fyrirtæki annast innflutning lyfja, heildsölu og lyfjaskömmtun fyrir einstaka sjúklinga og sjúklinga á stofnunum. Auk þess rekur Lyfjaver apótek sem eru í samkeppni við apótek í eigu Lyf & heilsu, sem er í sömu fyrirtækjasamstæðu og DAC. Samruni Lyfjavers og DAC felur því einnig í sér samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu samkvæmt skilningi samkeppnislaga. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að skaðlegra áhrifa samrunans hefði aðallega gætt á markaði fyrir smásölu lyfja og á markaði fyrir skömmtun lyfja handa sjúklingum. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf & heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega fjóra fimmtu hluta allrar lyfjasmásölu í landinu eða áttatíu prósent. Sú markaðsráðandi staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum, án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, er ekki sáttur við þessi ummæli Samkeppniseftirlitsins og segir enga samhæfingu í gangi milli Lyfju og Lyf & heilsu. „Þó að það séu ekki eins margir aðilar á markaðnum er vissulega samkeppni í gangi. Lyfjamarkaðurinn er ekkert öðruvísi en aðrir markaðir á landinu þar sem oft eru tveir til þrír stórir aðilar ráðandi.“ Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu, sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem það væri verið að fara yfir málið og ákveða hvort og hver næstu skref fyrirtækisins yrðu. Aðspurður um orð Samkeppniseftirlitsins varðandi hugsanlega samhæfingu hegðunar lyfjakeðjanna sagðist hann ósáttur við svona yfirlýsingar sem ættu ekki við rök að styðjast. Samkeppniseftirlitið metur einnig að samruni DAC og Lyfjavers hefði leitt til yfirburðastöðu DAC á markaði fyrir lyfjaskömmtun og hindrað samkeppni á honum. Aðeins eitt fyrirtæki er á þessum markaði auk DAC og Lyfjavers, en það er Lyfjalausnir, sem er í eigu Lyfju.
Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira