Flatarmál seglanna fjórir ferkílómetrar 20. júlí 2006 04:30 Glæsilegar vistarverur Rússneskur uppruni skipstjórans fer ekki á milli mála þegar komið er inn í klefa hans. Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag. Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag.
Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira