Grímur uppfyllti skilyrðin 22. júlí 2006 06:00 Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, upplýsti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í júní hvaða kostum nýr bæjarstjóri þyrfti að vera búinn. „Hann þarf að vera skemmtilegur, sætur, fyndinn og klár,“ sagði Soffía og nú er sumsé ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt til að bera. Helga á firðina Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki að koma á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir langan og fjölbreyttan starfsferil. Samsæriskenningar eru uppi um að Helga sé að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlistans sótti hún um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn í borginni bera henni líka vel söguna eftir rúmlega mánaðarlöng náin kynni. Hver tekur við? Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf Helgu hjá borginni enda stendur stjórnsýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreytinganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar eða hvort rétt sé að skipta um og taka jafnvel upp gamla kerfið með embættum borgarritara, borgarlögmanns og hvað það nú allt hét. Er helst von á að einhver verði settur tímabundið í starfið og gegni því þar til nýjar línur liggja fyrir. Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, upplýsti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í júní hvaða kostum nýr bæjarstjóri þyrfti að vera búinn. „Hann þarf að vera skemmtilegur, sætur, fyndinn og klár,“ sagði Soffía og nú er sumsé ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt til að bera. Helga á firðina Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki að koma á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir langan og fjölbreyttan starfsferil. Samsæriskenningar eru uppi um að Helga sé að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlistans sótti hún um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn í borginni bera henni líka vel söguna eftir rúmlega mánaðarlöng náin kynni. Hver tekur við? Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf Helgu hjá borginni enda stendur stjórnsýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreytinganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar eða hvort rétt sé að skipta um og taka jafnvel upp gamla kerfið með embættum borgarritara, borgarlögmanns og hvað það nú allt hét. Er helst von á að einhver verði settur tímabundið í starfið og gegni því þar til nýjar línur liggja fyrir.
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira