Alvarleg sakamál eru enn óupplýst 23. júlí 2006 07:15 með vopnið á lofti Ræningi Happdrættis Háskóla Íslands náðist á öryggismyndavél er hann réðst inn í höfuðstöðvarnar með skotvopn á lofti og hrifsaði með sér hundrað þúsund krónur. Hann er ófundinn. Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar. Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar.
Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira