Alvarleg sakamál eru enn óupplýst 23. júlí 2006 07:15 með vopnið á lofti Ræningi Happdrættis Háskóla Íslands náðist á öryggismyndavél er hann réðst inn í höfuðstöðvarnar með skotvopn á lofti og hrifsaði með sér hundrað þúsund krónur. Hann er ófundinn. Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar. Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar.
Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira