Ísraelsk innrás í Líbanon 23. júlí 2006 09:15 Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum. Innlent Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum.
Innlent Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira