Ráðherra segir stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað 23. júlí 2006 08:30 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra Hefur hrint af stað vinnu sem miðar að því að móta heildstæða forvarnastefnu, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. MYND/Pjetur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“ Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“
Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira